Um félagið

Við erum óhagnaðar-drifið leigufélag

Leigufélag aldraðra hses er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarsjónarmiða.

Félagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) að tilstuðlan Vildarhúsa ehf., sem sér um daglegan rekstur þess.

Félagið starfar í samræmi við lög og reglur um húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Það er óháð rekstri eða stjórnun FEB, en skv. skilmálum geta þó einungis félagar í FEB verið leigjendur hjá Leigufélagi aldraðra.

Markmið félagsins er að tryggja sem flestum sem náð hefur 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu. Stofnframlög ríkis og sveitafélags koma beint til lækkunar byggingakostnaðar, sem endurspeglast síðan í leiguverði.

Þann 17. mars 2021 var tekin fyrsta skóflustungan að byggingu 51 íbúðar við Vatnsholt í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar leigutaka í áföngum á þriðja og fjórða ársfjórðungi ársins 2022.

Þá eru framkvæmdir hafnar við byggingu 31 íbúða á Akranesi undir sömu skilmálum og má gera ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar leigutaka í áföngum á þriðja og fjórða ársfjórðungi ársins 2022.