Gjöld

Árlegt félagsgjald

5.000 kr

Gjaldið er til að standa straum af kostnaði í tengslum við skráningu. Staðfesta þarf aðild að félaginu með greiðslu árgjalds.

Staðfestingargjald vegna úthlutunar

30.000 kr

Gjaldið skal greitt innan 7 daga frá úthlutun og er óafturkræft ef umsækjandi hættir við.

Samhliða undirritun leigusamnings þarf leigutaki að standa skil á tryggingarfé sem er ígildi 3 mánaða leigu. Tryggingarféð stendur til tryggingar á réttum efndum á leigusamningi, þ.e. fyrir leigugreiðslum, kostnaði sem fellur til við skil á íbúð og skaðabótum vegna tjóns á hinu leigða sem leigjandi kann að bera ábyrgð á samkvæmt ákvæðum húsaleigulaga. Leigutaki getur einnig valið að kaupa tryggingu í gegnum viðurkenndan aðila. Trygging þarf að liggja fyrir við undirritun leigusamnings. Tryggingarfé skal skilað í lok leigutíma ef engin athugasemd er gerð við skilin.