Vatnsholt 1 og 3
Lokið er byggingu Leigufélags aldraðra hses á 51 íbúð á s.k. Stýrimannaskólareit við Vatnsholt 1 og 3 í Reykjavík. Nú hafa allar þessar íbúðir verið leigðar út. Það er einróma álit kunnugra að vel hafi tekist til við hönnun og byggingu húsanna. Íbúðirnar þykja þægilegar, öllu er haganlega fyrir komið og nýting rýma góð. Við óskum íbúum til hamingju og vonum að þeim eigi eftir að líða vel við Vatnsholtið.