Heil og sæl og gleðilegt ár.
Vegna veðurs að undanförnu, frosts og snjókyngi verður því miður ekki hægt að afhenda íbúðir við Vatnsholt 3 í febrúar 2023 eins og fyrirhugað var.
Ástæðan er sú að ekki tókst að steypa undirstöður fyrir sorpgeymslu og hjólaskýli vegna frostatíðar. Ekki náðist heldur að malbika bílastæði.
Jákvæð öryggisúttekt fæst ekki fyrr en þessum framkvæmdum er lokið og þess vegna fáum við ekki leyfi til þess að afhenda íbúðirnar til búsetu þó að þær séu sem slíkar nánast tilbúnar.
Það sem til þarf er tveggja vikna frostlaus kafli og aðrar tvær til þrjár vikur til þess að klára umrædd verk. Við stefnum að sjálfsögðu að afhendingu íbúðanna eins fljótt og auðið er.
Við munum upplýsa ykkur strax og hægt verður hvenær afhending íbúða getur átt sér stað.
Á næstunni hefst ferli fyrir umsóknir og útleigu. Nánari útskýringar verða sendar væntanlegum leigjendum.
5. janúar 2023
SHP-ráðgjöf, Vildarhús ehf.