Leigufélag Aldraðra

Óhagnaðardrifið
Leigufélag

Aðeins
um
okkur

 

Leigufélag aldraðra hses er sjálfseignarstofnun rekin án hagnaðarsjónarmiða.

Félagið var stofnað af Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) að tilstuðlan Vildarhúsa ehf.

Félagið starfar í samræmi við lög og reglugerð um húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir. Það er óháð rekstri eða stjórnun FEB, en skv. skilmálum geta þó einungis félagar í FEB verið leigjendur hjá Leigufélagi aldraðra.

Markmið félagsins er að tryggja sem flestum sem náð hafa 60 ára aldri hentugt húsnæði til leigu. Stofnframlög ríkis og sveitafélags koma beint til lækkunar byggingakostnaðar, sem endurspeglast síðan í leiguverði.

Skilyrði fyrir úthlutun

Úthlutun leiguíbúðar geta þeir einir fengið sem eru félagsmenn í FEB félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, eða í öðru félagi eldri borgara þar sem Leigufélagið er með íbúðir til leigu. Þá skulu þeir vera aðilar að Leigufélagi aldraðra og uppfylla að öðru leyti skilgreind tekju- og eignamörk samkv. lögum.

Til þess að geta sótt um íbúð þarf umsækjandi að vera með staðfesta skráningu hjá Leigufélagi aldraðra. Í hvert sinn sem íbúðir eru lausar til umsóknar sendir Leigufélagið póst til aðila sem hafa skráð sig með nánari upplýsingum. Ef leigjandi hefur áhuga á tiltekinni staðsetningu þarf að senda inn umsókn. 

Tekjumörk á ári (síðast breytt mars 2023)

7.696.000 kr

Fyrir hvern einstakling

10.775.000 kr

Fyrir hjón og sambúðarfólk

1.924.000 kr

Fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu

Eignir

8.307.000 kr

Hrein heildareign heimilisins má ekki vera hærri en upphæðin sem tekin er fram hér fyrir ofan.

Greiðslubyrði

25 – 30%

Greiðslubyrði leigu skal að jafnaði ekki vera umfram 25 – 30% af heildartekjum leigutaka að teknu tilliti til húsnæðisbóta, barnabóta og meðlags.

Nýjustu fréttirnar

Vatnsholt 1 og 3

Lokið er byggingu Leigufélags aldraðra hses á 51 íbúð á s.k. Stýrimannaskólareit við Vatnsholt 1 og 3 í Reykjavík. Nú hafa allar þessar íbúðir verið leigðar út. Það er einróma álit kunnugra að vel hafi tekist til við hönnun og byggingu húsanna. Íbúðirnar þykja þægilegar, öllu er haganlega fyrir komið og nýting rýma góð. Við óskum íbúum til hamingju og vonum að þeim eigi eftir að líða vel við Vatnsholtið.

Dalbraut 6, Akranesi

Nú er bygging LA á Akranesi komin vel á veg og gert er ráð fyrir að íbúðir þar verði afhentar leigjendum í febrúar 2024. Úthlutarferli hefst á næstu vikum. Tilkynnt verður um það þegar nær dregur.

Leiguíbúðir

Vatnsholt 1 – 3

Við Vatnsholt 1 – 3, í grennd við Stýrimannaskólann í Reykjavík, eru á vegum félagsins í smíðum 51 íbúð í tveimur þriggja hæða húsum. Um er að ræða 18 tveggja herbergja íbúðir og 33 þriggja herbergja íbúðir. Lyftur eru í húsunum og þægilegt aðgengi. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði leigðar út skv. reglum þar um á síðari helmingi ársins 2022.

Dalbraut 6

Við Dalbraut  6 á Akranesi, eru á vegum félagsins í smíðum 31 íbúð. Um er að ræða 22 tveggja herbergja íbúðir og 9 þriggja herbergja íbúðir. Bílakjallari og lyfta er í húsinu og þægilegt aðgengi. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúðirnar verði leigðar út skv. reglum þar um á síðari helmingi ársins 2022.